Sjór kominn upp á miðja vél

Fjórtán manns eru um borð í skipi sem leki kom að fyrir um stundu síðan en skipið er statt undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Fiskibáturinn Hálfdán Einarsson ÍS er kominn að skipinu en björgunarskipið Gunnar Friðriksson ásamt fleiri skipum er á leið á staðinn. Þar á meðal Fríða Dagmar ÍS og togarinn Páll Pálsson ÍS. Tvær þyrlur Landhelgisgæslu eru einnig á leið á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er sjór nú kominn upp á miðja vél í vélarrúmi skipsins. Afleitt veður er á staðnum, hvasst og 5-10 metra ölduhæð. Hálfdán Einarsson ÍS er með dælu um borð samkvæmt heimildum mbl.is og verða væntanlega strax gerðar ráðstafnir til þess að dæla úr skipinu sem heitir Þorlákur ÍS.

Frétt mbl.is: Þyrlur á leið að leku skipi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert