Féll ofan í gjótu

mbl.is/Ómar

Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi hafa verið kallaðir út vegna manns sem féll í gjótu við Öxarárfoss á Þingvöllum.

Maðurinn slasaðist við fallið og kemst hann ekki upp úr gjótunni, en slysið varð skammt frá bílastæðunum ofan við fossinn. Fyrstu fregnir frá Landsbjörgu herma að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður. 

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg, að björgunarsveitir frá Selfossi, Hveragerði og Mosfellsbæ séu nú á leið á Þingvöll þar sem óskað hafi verið eftir aðstoð við að ná erlendum ferðamanni úr gjótu við Öxarárfoss.

Maðurinn var á gangi þegar rann ofan í gjótuna og hvarf sjónum samferðafólks síns. Fyrstu fregnir herma að hann sé ekki slasaður; hann standi ofan í gjótunni og bíði aðstoðar. Fólkið á brún gjótunnar getur talað við hann þótt það sjái hann ekki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert