Hrollur í fólkinu

Tíma tekur að opna veginn í Árneshrepp þegar fennir.
Tíma tekur að opna veginn í Árneshrepp þegar fennir. Ljósmynd/Vegagerðin

„Við erum vön því að rafmagnið fari af í lengri tíma en nú var raunin,“ segir Jón G. Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík á Ströndum.

Rafmagn fór af Árneshreppi á föstudagsmorgun þegar háspennulínan á Trékyllisheiði slitnaði vegna ísingar. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða gerðu nokkrar tilraunir til að komast á staðinn til viðgerða en tókst ekki fyrr en aðfaranótt sunnudags.

„Margir eru með díselvélar heima á bæjum og þær geta bjargað miklu þegar svona aðstæður koma upp, en slíkt gerist á hverjum einasta vetri. Sjálfur er ég með slíka vél, sem er nauðsyn vegna veðurathugana og tölvusambands. Á nokkrum bæjum hér eru kyndikatlar þar sem rekaviðardrumbar eru eldiviður, en þar sem hvorki eru slíkir katlar né varastöðvar var orðið ansi kalt á bæjum og það var kominn hrollur í fólk,“ segir Jón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert