Flensan hefur hægt um sig

AFP

Landlæknisembættið segir að í fyrstu viku þessa árs hafi enginn greinst með inflúensu. Hins vegar megi gera ráð fyrir því að á næstu vikum fari þeim fjölgandi sem leiti til læknis með inflúensulík einkenni samkvæmt klínínsku mati lækna. 

Það er hins vegar tekið fram, að gera megi ráð fyrir að fjöldi einstaklinga sem leiti til læknis með inflúensulík einkenni fari vaxandi á næstu vikum.

Þá kemur fram, að respiratory syncytial veira (RSV) hafi verið staðfest hjá 10 einstaklingum í viku 1. RSV leggst þyngst á börn og flestar greiningarnar í vetur hafa verið hjá eins til tveggja ára börnum.

Helstu einkenni RSV sýkingar eru hiti, hósti, kvef og stundum píp við öndun. Sýkingin getur orsakað lungnabólgu og berkjubólgu, einkum hjá ungum börnum og í slæmum tilfellum þarf að leggja börnin inn á sjúkrahús til að aðstoða við öndun.

Varðandi magapestir segir embættið, að einungis einn einstaklingur hafi greinst með sapóveiru í síðustu viku.

Nánari upplýsingar á heimasíðu landlæknisembættisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert