Fluttu heimilin í hesthús

Hesthúsin í Almannadal
Hesthúsin í Almannadal mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjórar fjölskyldur búa nú í nýjum hesthúsum í Almannadal ofan við Reykjavík. Félag hesthúsaeigenda í Almannadal hefur sótt um það hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík að leyft verði að skrá lögheimili á efri hæðum hesthúsanna. Stjórn hestamannafélagsins Fáks hefur lýst yfir stuðningi við umsóknina en Almannadalur er á starfssvæði Fáks.

Bjarni Jónsson húsasmíðameistari er formaður Félags hesthúsaeigenda í Almannadal. Hann sagði að hesthúsin væru byggð samkvæmt nútímakröfum og byggingarreglugerð. Þau eru steinsteypt, ýmist staðsteypt eða úr forsteyptum einingum og mjög vönduð.

Fjórar fjölskyldur eru fluttar inn í hesthúsin í Almannadal
Fjórar fjölskyldur eru fluttar inn í hesthúsin í Almannadal mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert