Norðmenn að einangrast

„Við ræddum mjög opinskátt hver staðan er. Ég minnti að sjálfsögðu á að makríllinn er í miklu magni í íslenskri lögsögu og hefur verið það í nokkur ár,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um fund sinn með Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, en ráðherrarnir hittust á ráðstefnu um norðurslóðir í Tromsø í gær.

„Ég sagði að umgangast þyrfti makrílstofninn af ábyrgð. Ég sagði líka að það væri sérstök staða að Norðmenn virtust vera að einangrast í málinu og að það væri ekki gott fyrir málið í heild og síst fyrir Norðmenn,“ sagði Gunnar Bragi.

Ólíklegt að samningar náist

Samninganefndir Íslands, Færeyja, Noregs og ESB hefja þriggja daga fundalotu í London á morgun, þar sem reynt verður til þrautar að ná samningi í deilunni. Gunnar Bragi á ekki von á að samningar takist.

„Ég er ekki mjög bjartsýnn, enda kom fram að Norðmenn eru mjög harðir í afstöðu sinni.“

Samkvæmt heimildum blaðsins var fundi samninganefnda Íslands, Færeyja, Noregs og ESB í London sl. föstudag frestað þannig að norsku samningamennirnir gætu leitað eftir nýju baklandi, eins og það var orðað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert