Rusl úti um allt á Völlum

Bláu tunnurnar fjúka til á Völlunum í Hafnarfirði.
Bláu tunnurnar fjúka til á Völlunum í Hafnarfirði. Ljósmynd/Anna María

Íbúar á Völlum í Hafnarfirði eru orðnir þreyttir á rusli úti um allt og vilja að eigendur fjölbýlishúsa geri viðeigandi ráðstafanir til þess að bláar tunnur eða gámar fjúki ekki um koll með tilheyrandi sóðaskap.

Anna María Benediktsdóttir, íbúi í blokk í eigu leigufélags, segir að í lok nýliðins árs hafi bláum tunnum eða gámum verið komið fyrir á lóð blokkarinnar en eigandi hússins hafi ekki útbúið rými fyrir gámana. Þeir séu við enda bílaplansins og fjúki á hliðina í miklum vindi. Þá fari allt innihaldið út um allt og sóðaskapurinn sé eftir því.

„Bílaplönin eru mjög subbuleg og sóðaleg,“ segir hún og bætir við að einnig stafi af þessu hætta fyrir bíla og menn. Anna María segir einnig ónæði af fjúkandi tunnunum á nóttunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert