Geitur á ótroðnum slóðum

Ljósmynd/Guðrún Ágústsdóttir

„Ég hef nú ekki rekist á geitur í Kolbeinsdal áður, svo ég muni eftir,“ segir Sigurður Sigurðsson en í vélsleðaferð um dalinn síðastliðinn sunnudag rakst hann á tvær geitur, ásamt þremur kiðlingum. „Mér sýndist þær vera nokkuð illa farnar og skinnið alveg farið af löppunum á þeim,“ bætir Sigurður við. Hann telur að mögulega hafi rjúpnaskyttur fælt geiturnar burt af heimaslóðum. 

Kolbeinsdalur er í austanverðum Skagafirði og er Deildardalur næsti dalur fyrir norðan Kolbeinsdal. 

Bar kiðið á bakinu niður fjallið

Geiturnar tvær eru í eigu Guðrúnar Þórunnar Ágústsdóttur á Háleggsstöðum í Deildardal. Guðrún segir að upprunalega hafi hún saknað fimm geita, en þrjár þeirra hafi nú skilað sér. „Geiturnar hafa oftast bara verið hérna neðst í dalnum. Þessar geitur hafa lagt á sig ótrúlegt ferðalag til að komast í Kolbeinsdal.“

Eitt kiðið skilaði sér heim, þegar í október. Það birtist ofarlega í fjallinu og sonur minn sem er 12 ára stökk og náði í það. Hann þurfti að bera það á bakinu hluta leiðarinnar því það var komin mikil hálka og ís,“ segir Guðrún. Hún segir að hafurinn hafi verið svolítið illa farinn. „Það er eins og hann hafi rekið sig á eitthvað því hann var með bólgu umhverfis augað. 

Ljósmynd/Guðrún Ágústsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert