Góð sala á Sónar erlendis

Björn Steinbekk, framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík
Björn Steinbekk, framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík mbl.is/Kristinn

Búið er að selja um 1.000 miða erlendis á raftónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fer fram í Hörpu í Reykjavík 13.-15. febrúar nk.

Björn Steinbekk, talsmaður hátíðarinnar, segir að hún verði með svipuðu sniði og í fyrra, þegar hún var fyrst haldin. Hátíðin fari fram á fimm sviðum og auk hefðbundinna tónleikasala verði hluta af efri bílakjallaranum breytt í lítinn næturklúbb, eins og í fyrra, þar sem erlendir og innlendir plötusnúðar þeyta skífum föstudags- og laugardagskvöld um hátíðarhelgina. „Við breytum parti af bílakjallaranum í eitt stórt svið,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Harpa hefur sótt um leyfi til tónleikahalds fyrir 350 gesti í bílakjallaranum á umræddum tíma, en málinu var frestað á fundi byggingarfulltrúans í Reykjavík í liðinni viku. Björn á þó ekki von á öðru en að málið verði afgreitt í tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert