Forstjórar stefna kjararáði

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ernir

„Það er mikil samstaða í hópnum. Við viljum einfaldlega að farið sé að lögum í landinu,“ segir Magnús Guðmundsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR), en á félagsfundi í Reykjavík í gær var samþykkt einróma að höfða mál á hendur kjararáði.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að FFR telur að kjararáð hafi brotið lög með því að hafa dregið afturköllun launalækkunar í tíu mánuði, eða frá 1. desember 2010 til 1. október 2011. Í kjölfar hrunsins 2008 voru sett lög um tímabundna launalækkun í tvö ár.

FFR telur að að þeim tíma liðnum hafi kjararáði borið að endurskoða starfskjör forstöðumanna til samræmis við kjör þeirra sem gegna sambærilegum störfum í þjóðfélaginu. Umboðsmaður Alþingis skilaði frá sér áliti í fyrra þar sem þau tilmæli voru gefin að kjararáð tæki erindi FFR fyrir að nýju. Vísaði kjararáð þeirri beiðni félagsins frá sl. sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert