Leikhúsverk án leikara

Í kvöld verður frumsýnt í hinu kunna Volksbühne-leikhúsi í Berlín verkið Der Klang der Offenbarung des Göttlichen  - eða Kraftbirtingarhljómur guðdómsins, eftir Ragnar Kjartansson myndlistarmann og Kjartan Sveinsson tónskáld, fyrrverandi liðsmann Sigurrósar. Þetta er sviðsverk án leikara, verk með leikmynd í fjórum þáttum, fyrir fjörutíu manna hljómsveit og sextán manna kór sem Davíð Þór Jónsson stjórnar. Titill verksins vísar í einn hluta Heimsljóss Halldórs Laxness, en að sögn þeirra Ragnars og Kjartans er Heimsljós „stórmerkileg bók um fegurðarþrána og fegurðina, skrifuð í deiglu módernismans. Hún afbyggir fegurðina og upphefur hana líka“.

Verkið verður flutt fimm sinnum í Volksbühne en tekið upp aftur í Borgarleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík í vor. Það er samstarfsverkefni leikhúsanna og Listahátíðar, styrkt af Berlínarborg og Potsdamfylki í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert