Útboð vegna stækkunar Leifsstöðvar til vesturs

Viðbyggingin er í forgrunni á þessari teikningu af stækkun Leifsstöðvar …
Viðbyggingin er í forgrunni á þessari teikningu af stækkun Leifsstöðvar til vesturs. Tölvuteikning/Andersen & Sigurðsson arkitektar

Ríkiskaup auglýstu um helgina, fyrir hönd Isavia, eftir umsóknum um þátttöku í forvali vegna stækkunar suðurbyggingar Leifsstöðvar, eða Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, til vesturs.

Um er að ræða 4.800 fermetra viðbyggingu, tvær hæðir auk kjallara, og gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok maí nk.

Að sögn Guðna Sigurðssonar hjá Isavia standa vonir til að taka bygginguna í notkun vorið 2015. Með þessari breytingu mun flugstæðum fjölga úr 14 í 19. Afköst Leifsstöðvar munu því aukast töluvert, segir Guðni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert