Áhersla á skuldalækkun

Afborganir Landsvirkjunar af erlendum lánum til 2018 eru 128 milljarðar.
Afborganir Landsvirkjunar af erlendum lánum til 2018 eru 128 milljarðar. Mynd/Sigurður Bogi

Landsvirkjun mun næstu ár áfram leggja höfuðáherslu á að greiða sem mest niður miklar skuldir fyrirtækisins.

Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, segir í samtali við Morgunblaðið að árlegar afborganir erlendra lána Landsvirkjunar verði að litlu leyti endurfjármagnaðar á næstu árum.

Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar í kringum 128 milljarðar. Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því, líkt og síðustu ár, fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert