Í vímu í umferðinni

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för nokkurra ökumanna í gærkvöldi og nótt þar sem þeir voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Rúmlega níu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í austurhluta borgarinnar og var ökumaðurinn kærður fyrir vörslu fíkniefna. 

Um hálftvöleytið var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Klukkan 01:14 og 01:40 voru bifreiðir stöðvaðar fyrir of hraðan akstur á Bústaðavegi. Önnur bifreiðin einnig boðuð í skoðun þar sem hjólbarðar voru slitnir.

Upp úr klukkan tvö í nótt var bifreið stöðvuð í austurborginni. Ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og voru ökuréttindi hans einnig útrunnin. 

Klukkan 4:43  var bifreið stöðvuð í Garðabæ. Ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert