Gróska í birkinu á stóru svæði Hekluskóga

Í Hekluskógaverkefninu hafa verið gróðursettar rúmlega tvær milljónir birkiplantna í 8-900 misstóra lundi.

Til að setja vinnuna í samhengi þá hefur birki, ásamt reyniviði, verið plantað á um 11 ferkílómetra. Það svarar til alls landsvæðis frá Kringlumýrarbraut og vestur á Gróttu, með öðrum orðum alls Seltjarnarnessins og stórs hluta gömlu Reykjavíkur.

„Birkið stendur sig langbest á berangri á öskusvæðum borið saman við aðrar tegundir,“ segir Hreinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Hekluskógaverkefnisins í umfjöllun um skógrækt þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert