HR áformar byggingu 328 íbúða stúdentagarða

Áformað er að byggja á svæðinu á milli leikskólans og …
Áformað er að byggja á svæðinu á milli leikskólans og bragga Flugbjörgunarsveitarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Háskólinn í Reykjavík kynnti hugmyndir um byggingu stúdentagarða við Öskjuhlíð á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 5. mars síðastliðinn.

Samkvæmt frumdrögum er um að ræða byggingu 328 íbúða á svæði meðfram Nauthólsvegi og upp að Öskjuhlíðinni. Svæðið er norður af leikskóla Hjallastefnunnar og nær langleiðina að bragga Flugbjörgunarsveitarinnar.

Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, segir að byggingarland HR fyrir íbúðirnar sé 27.500 fermetrar. Miðað við 328 íbúðir sé nýtingarhlutfallið ofan jarðar 0,85. Það sé ekki hátt nýtingarhlutfall og taldi hann því líklegt að aukið yrði við byggingarmagnið. Ráðgert er að íbúðirnar verði á bilinu 20 til 80 fermetrar hver og verði að hluta til námsmannaíbúðir. Gert er ráð fyrir 280 bílastæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert