Kannað með gjaldtöku í Rangárþingi eystra

Skógafoss er á meðal vinsælla ferðamannastaða í Rangárþingi eystra.
Skógafoss er á meðal vinsælla ferðamannastaða í Rangárþingi eystra. mbl.is/Ómar

Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að leita leiða til að hefja megi gjaldtöku í sveitarfélaginu. Settur verður á laggirnar starfshópur sem mun hefja viðræður við aðra landeigendur í sveitarfélaginu og sveitarfélögin í Kötlu jarðvangi.

Þetta kemur fram í tillögu sem sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag. Fram kemur í tilkynningu, að umræður um gjaldtökumál á ferðaþjónustustöðum hafi farið fram á fundinum. Sveinn Kristján Rúnarsson, fulltrúi í nefnd um gjaldtöku á ferðamannastöðum, mætti á fundinn, veitti upplýsingar og tók þátt í umræðunum ásamt Steingerði Hreinsdóttur, framkvæmdastjóra Kötlu jarðvangs, og Sigurði Sigursveinssyni, framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands. 

Sveitarstjórn Rangárþings eystra sameinast um eftirfarandi tillögu sem samþykkt var samhljóða:

„Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkir að leita leiða til að hefja megi gjaldtöku á  í sveitarfélaginu. Settur verði á laggirnar starfshópur sem hefji viðræður við aðra landeigendur í sveitarfélaginu og sveitarfélögin í Kötlu jarðvangi.

Hópinn skipi þrír fulltrúar; einn frá hverjum lista sem fulltrúa á í sveitarstjórn, sveitarstjóri starfar með hópnum. Skal starfshópurinn hafa heimildir til að kveðja á fund sinn sérfræðinga eftir því sem þurfa þykir.

Hópinn skipa: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Kristín Þórðardóttir og Guðmundur Ólafsson.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert