Tugir milljóna í Stopp - Gætum garðsins!

Markmið um fjáröflun fyrir náttúruverndarhreyfinguna Stopp - Gætum garðsins! hafa náðst og er það ekki síst að þakka framlagi frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaupa, upp á 24 milljónir króna. Tilkynnt var um framlagið á blaðamannafundi í Hörpu í dag.

Á fundinum voru Patti Smith, Björk, Darren Aronofsky, fulltrúi Landverndar, fulltrúi NSÍ auk annarra aðstandenda Stopp Gætum garðsins!

Tónleikar fara fram í Eldborg í Hörpu í kvöld sem ætlaðir voru til fjáröflunar fyrir samtökin, en allir listamenn gefa vinnu sína, og er löngu uppselt á þá. Samtals er því talið að 35 milljónir muni renna til þessara samtaka. „Það er von aðstandenda Gætum garðsins að almenningur gangi til liðs við þessi samtök og styðji þau í verki. Við þökkum frábærar viðtökur almennings, rausnarlegt framlag listamanna og hina höfðinglegu gjöf frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar.“

Í yfirlýsingu frá stjórn Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar segir að átakinu sé fagnað. „Draumur um heildstæðan þjóðgarð á miðhálendinu hefur lifað með sjóðnum frá stofnun hans. Íslenska hálendið er einstakt á heimsvísu í ljósi fegurðar, jarðmyndana, lífríkis og síðast en ekki síst  ósnortins víðernis. Okkur sem eigum þetta fjöregg ber skylda til að standa vörð um verndun þess og skila því óspjölluðu í hendur næstu kynslóða,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert