Hluti makríls norðuramerískur

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn Matís og samstarfsaðila á erfðasýnum úr makríl í íslenskri, evrópskri, og norðuramerískri lögsögu þykir gefa vísbendingu um að makrílgöngur í fiskveiðilögsögu Íslendinga séu að hluta til af norður- amerískum uppruna að sögn Sveins Margeirssonar, forstjóra Matís.

„Ég tek ekki svo sterkt til orða að fullyrða að svo sé á þessari stundu,“ segir Sveinn og bendir á að ekki sé búið að vinna endanlegar niðurstöður. Hann segir þó að rannsóknin hafi verið kynnt á ráðstefnun Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES.

„Þar sögðu vísindamennirnir frá því að hluti þess makríls sem veiðist hér við land er með mjög sambærilegan erfðaprófíl og sá makríll sem er við strendur Norður-Ameríku,“ segir Sveinn meðal annars um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert