Skárri tónn en engin lausn

Herjólfur siglir nú aðeins einu sinni á virkum dögum milli …
Herjólfur siglir nú aðeins einu sinni á virkum dögum milli lands og Eyja og aldrei um helgar. mbl.is/Eggert

Samninganefndir Sjómannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag vegna kjaramála undirmanna á Herjólfi, en án árangurs. Næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður. Í millitíðinni er yfirvinnubann og boðað verkfall enn í gildi.

Aðgerðir vegna kjaradeilunnar hófust 5. mars en síðan þá hefur Herjólfur ekki siglt eftir kl. 17 eða um helgar, vegna yfirvinnubanns starfsmanna. Í síðustu viku var svo bætt við einum verkfallsegi í viku, á föstudögum, sem þýðir að 3 daga í viku er ekkert siglt.

Samningafundurinn hjá ríkissáttasemjara í dag var nokkuð lengri en verið hefur að undanförnu. Aðspurður segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, þó ekki þar með sagt að kominn sé sáttatónn.

„Mér fannst hann nú heldur skárri, en það er ekki gott að segja. Það var allavega setið eitthvað yfir þessu og farið vel yfir þetta allt saman, en ég ætla ekkert að segja til um í hvaða átt það er.“

Lágmarkskrafa Sjómannafélagsins er 43% launahækkun, 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert