Bónorð undir glitrandi norðurljósum

Myndbandinu lýkur á að myndatökumaðurinn biður kærustu sinnar undir glitrandi …
Myndbandinu lýkur á að myndatökumaðurinn biður kærustu sinnar undir glitrandi norðurljósum Skjáskot/YouTube

Fátt þykir Íslendingum skemmtilegra en ánægðir ferðamenn sem kynna land okkar og þjóð öðrum á erlendri grundu. Á myndbandavefnum YouTube má finna tvö myndskeið frá erlendum ferðamönnum sem eiga vart orð fyrir náttúrufegurðinni. Endaði raunar annað ferðalagið með bónorði undir glitrandi norðurljósum.

Myndböndin voru bæði valin myndskeið vikunnar á YouTube. Fyrra myndskeiðið var tekið í þessum mánuði og segist myndatökumaðurinn hafa búist við kaldri og í raun skelfilegri ferð til Íslands. „En eyðilegt landslagið er svo einfalt að þetta er hugsanlega fallegasti staður sem ég hef komið til.“

Hann tekur svo fram að það hafi vissulega verið kalt, sérstaklega í síðari viku þeirra á landinu þegar snjóbylur gekk yfir. „Og við festum bílinn í snjóskafli í hríðarbyl. Þá þurfti að ýta og draga! Að þurrka snjóblauta sokka með hárblásara var einnig góð skemmtun.“

Þá lýsir hann því þegar hann bað kærustu sinnar: „Eftir að ég kom þrífætinum fyrir hóf ég að mynda okkur. Þá skyndilega „fann“ ég eitthvað á jörðinni ... :) Eitthvað sem bræðir kannski ekki ís en án vafa hjörtu ykkar.“

Fór víða um og myndaði

Síðara myndskeiðið er einnig tekið í þessum mánuði en minna fer fyrir lýsingu myndatökumannsins. Hann lætur þess þó getið að hann hafi myndað við Barnafoss, Glym, Gullfoss, Strokk, Seljalandsfoss, Svartafoss, Skógafoss auk norðurljósanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert