Eyjamenn mótmæltu á bryggjunni

Meðal annars voru flautur þeyttar við komu Herjólfs.
Meðal annars voru flautur þeyttar við komu Herjólfs. mbl.is/Ómar Garðarsson.

Eyjamenn fjölmenntu á Básaskersbryggju síðdegis í gær þegar Herjólfur lagðist þar að bryggju. Margir mættu á bílum og þeyttu flautur af miklum móð.

Með þessu vildu Eyjamenn sýna að þolinmæði þeirra í garð verkfalls undirmanna á Herjólfi væri á þrotum.

Að sögn Eyjafrétta var stór hluti af bílaflota Eyjamanna á bryggjunni og varð mikill hávaði af flautinu. Kveikjan að mótmælunum var ákall Berglindar Sigmarsdóttur sem krefst þess að samgöngurnar komist í samt lag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert