Milljón ferðamenn árið 2015

Þó gert sé ráð fyrir að hægja muni á fjölgun …
Þó gert sé ráð fyrir að hægja muni á fjölgun erlendra ferðamanna á næsta ári er samt búist við að þeim muni fjölgja um 120.000. mbl.is/Golli

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að á síðari hluta næsta árs muni milljón ferðamenn í fyrsta sinn leggja leið sína til Íslands á einu ári. Verða þeir þá orðnir ríflega þrefalt fleiri en aldamótaárið 2000 þegar hingað komu 302.900 ferðamenn.

Að sögn Gunnars Vals Sveinssonar, verkefnastjóra hjá SAF, er því spáð að ferðamönnum fjölgi um 15-18% í ár frá fyrra ári. Gangi það eftir munu yfir 900.000 ferðamenn koma til landsins í ár, borið saman við um 800.000 í fyrra. Eru farþegar á skemmtiferðaskipum hér undanskildir.

Í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Valur að fjölgunin í fyrra hafi slegið met, þá hafi ferðamönnum fjölgað um 20% frá árinu 2012. Þetta ár verði líklega annað í röðinni yfir þau ár þegar vöxturinn er hraðastur. „Það er gert ráð fyrir að það hægi á fjölguninni á næsta ári og að hún verði í kringum 12%-15%,“ segir Gunnar Valur og tekur fram að sú aukning muni að óbreyttu samsvara yfir 120.000 ferðamönnum. „Veturinn hefur verið mjög góður og næsta sumar er mjög vel bókað,“ segir Gunnar Valur um þróunina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert