Sjónvarpsstöðvar texti allt efni

Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að myndefni sem fjölmiðlaveitur miðla skuli ávallt fylgja texti á íslensku sem endurspegli texta hljóðrásar myndefnisins eins nákvæmlega og kostur er.

Þingmennirnir eru Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að lagafrumvarpið felist í því að fjölmiðlaveitum, sem senda út sjónvarpsefni, verði skylt að texta það án tillits til þess hvort efnið sé á íslensku eða erlendu máli.

„Er breytingin gerð í því skyni að gera sjónvarpsáhorfendum, sem eru heyrnarlausir eða heyrnarskertir að því marki að þeim gagnast ekki talmál í sjónvarpi, kleift að njóta sjónvarpsefnis á íslensku,“ segir í greinargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert