27.438 í alvarlegum vanskilum

Af einstökum landsvæðum eru alvarleg vanskil hlutfallslega mest á Suðurnesjum, …
Af einstökum landsvæðum eru alvarleg vanskil hlutfallslega mest á Suðurnesjum, eða um 17% af íbúum þess svæðis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo voru 27.438 einstaklingar í alvarlegum vanskilum við fjármála- og innheimtustofnanir í byrjun þessa mánaðar. Þetta eru nærri 9% Íslendinga 18 ára og eldri.

Fjöldinn er svipaður og verið hefur frá áramótum en síðan í júlí í fyrra hefur orðið fækkun um 3,2%, en þá voru 28.334 manns í alvarlegum vanskilum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Eftir hrunið í október 2008 varð mikil fjölgun á vanskilaskránni. Fram að því höfðu frá ársbyrjun 2006 verið 15-16 þúsund manns í alvarlegum vanskilum og fjöldinn haldist nær óbreyttur á þeim tíma. Frá hruni varð þróunin nokkuð jöfn upp á við þar til júlí 2013, að hún tók að færast niður. Hafði einstaklingum í alvarlegum vanskilum þá fjölgað um rúm 70% frá hruni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert