Atvinnuleysi óvíða minna en hérlendis

Ísland hefur smám saman færst neðar á listanum. Í fyrra …
Ísland hefur smám saman færst neðar á listanum. Í fyrra bjuggu sjö lönd við minna atvinnuleysi en Ísland. mbl.is/Golli

Ísland er meðal þeirra ríkja í OECD sem búa við minnst atvinnuleysi en það fór vaxandi að meðaltali í aðildarlöndum OECD í febrúar frá mánuðunum á undan, skv. nýjum tölum um atvinnuástandið sem OECD birti í gær.

Lítið eitt hefur þó dregið úr atvinnuleysinu ef borið er saman við sama mánuð fyrir ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ísland er ekki með í febrúartölum OECD en skv. Vinnumálastofnun mældist það 4,5% hér á landi í febrúar. Í aðildarlöndum Evrópusambandsins var atvinnuleysi 10,6% að meðatali í febrúarmánuði og á evrusvæðinu hélst það óbreytt frá því sem verið hefur á umliðnum mánuðum þar sem 11,9% vinnuaflsins eru án atvinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert