Vilja ekki valda áfelli að ósekju

Rannsóknarnefndin um sparisjóðina vildi lítið tjá sig um málin sem send voru til saksóknara í dag þar sem það gæti spillt rannsóknum. Þá voru nefndarmenn spurðir af hverju víða væri fjallað nafnlaust um einstaklinga og fyrirtæki sem þeir sögðu að væri vegna samkeppnissjónarmiða og annarra hagsmuna.

„Þar sem um er að ræða félög sem eru gjaldþrota eða hafa engra hagsmuna að gæta þar er vissulega fjallað um þau undir nafni og þess háttar, en í einhverjum tilvikum þar sem við reynum að gæta samkeppnissjónarmiða og þeirra sjónarmiða að þarna er um að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar... þá höfum við farið þá leið að nafngreina þá ekki,“ sagði Hrannar Hafberg formaður nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert