Landsbankinn hafnaði öllum tilboðum í Ístak

Landsbankinn keypti 99,9% hlutafjár í Ístak í september 2013.
Landsbankinn keypti 99,9% hlutafjár í Ístak í september 2013. mbl.is/Árni Sæberg

Landsbankinn hefur slitið formlegu söluferli á 99,9% hlut bankans í verktakafyrirtækinu Ístaki. Var öllum tilboðum sem bárust hafnað.

Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, voru þau verðtilboð sem bárust „vel fyrir neðan“ það sem Landsbankinn taldi viðunandi.

Í Morgunblaðinu í dag segir Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að þessi niðurstaða breyti litlu fyrir starfsemi Ístaks. „Við erum ánægðir með að söluferlinu sé lokið í bili og munum sem fyrr einbeita okkur að því að reka fyrirtækið eftir bestu getu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert