Segja Björn fara með rangt mál

Sundlaug Kópavogs.
Sundlaug Kópavogs. mbl.is/Kristinn

Eigendur Gym heilsu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um útboð í sundlaugum Kópavogs. Þau saka Björn Leifsson, eiganda World class, að fara með ósannindi.

„Eigendur Gym heilsu sjá sig knúna til að leiðrétta rangfæslur Björns Leifssonar eigenda World class í viðtali við Kfrettir.is þann (12.04.14).  Í viðtalinu talar hann um að viðskiptavinir World class séu að niðurgreiða rekstur Gym heilsu í sundlaugum Kópavogs. Slíkt er að sjálfsögðu alrangt. Hann fullyrðir einnig að Gym heilsa ætli sér að hækka verð á kortum verulega  og að verðmunur á  korti Gym heilsu og World class verði einungis um 1000kr á mánuði.  Þetta er að sjálfsögðu  ekki rétt og afar alvarlegt mál ef Björn sé að breiða út slík ósannindi til Kópavogsbúa og viðskiptavina Gym heilsu.

Gym heilsa hefur verið rekið á sömu kennitölu frá stofnun fyrirtækisins árið 1997. Fyrirtækið er 100% í eigu íslenskra aðila. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að gefa öllum þeim sem vilja stunda líkamsrækt og sund við bestu mögulegu aðstæður tækifæri á því óháð efnahag. Þetta fyrirkomulag hefur verið afar farsælt fyrir alla aðila.

Nú er í gangi útboð varðandi rekstur beggja heilsuræktanna í sundlaugum Kópavogs. Kópavogsbær hefur 6 vikur frá opnun útboðsgagna til að tilkynna um niðurstöðurnar ( það verður eigi síðar en í maí byrjun).  Gym heilsa vonar sannarlega að niðurstaðan verði neytendum í hag og þeir muni áfram hafa fjölbreytta valmöguleika varðandi líkamsrækt og heilbrigða samkeppni á markaðnum. Gym heilsa býður verð á árskortum sem enginn annar á markaðnum býður og því er ljóst að ef fyrirtækið verður ekki áfram með rekstur í sundlaugum bæjarins þá þýðir það tugþúsunda hækkun á kortum fyrir neytendur.

Kveðja,  f.h. Gym heilsu
Kjartan Már Hallkelsson og Guðrún Benediktsdóttir eigendur Gym heilsu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert