Mótmæltu flutningum á íslensku hvalkjöti

Langreyður skorin í Hvalfirði.
Langreyður skorin í Hvalfirði. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Flutningaskip með um 2.000 tonn af hvalkjöti á leið til Japans, hætti við að koma við í Durban í S-Afríku eftir að efnt var til mótmæla í borginni. Áformað var að skipið hefði viðkomu í Durban til að taka vistir.

Í frétt s-afríska fjölmiðilsins sabc-news segir að um 21 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælum sem Grænfriðungar stóðu fyrir í Durban. Mótmælin hafi staðið yfir í tvo daga. Krafa mótmælenda hafi verið að flutningaskipið fengi ekki þjónustu í Durban. Í fréttinni segir að hætt hafi verið við að láta skipið hafa viðkomu í Durban.

Haft er eftir Grænfriðungum í fréttinni að flutningur á hvalkjöti frá Íslandi til Japans sýni að heimsbyggðin verði að láta sig hvalveiðar varða.

Flutningaskipið Alma, sem er á leið til Japans með hvalkjöt frá Íslandi, er núna við strendur S-Afríku. Skipið er ekki komið framhjá Durban.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert