Fann forngrip á ljósmynd

Flateyjarkirkja um 1900. Líkneskjuskápurinn er í kverkinni vinstra megin við …
Flateyjarkirkja um 1900. Líkneskjuskápurinn er í kverkinni vinstra megin við aðaldyr kirkjunnar. Ljósmynd/Frederick W.W. Howell.

Líkneskjuskápur frá kaþólskri tíð, hugsanlega frá því snemma á 15. öld, virðist hafa varðveist í Flatey á Breiðafirði fram á 20. öld.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur uppgötvaði þetta þegar hann skoðaði í stórri upplausn ljósmynd af Flateyjarkirkju sem breskur leiðsögumaður og ljósmyndari, Frederick W.W. Howell, tók um aldamótin 1900, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánari eftirgrennslan Vilhjálms leiddi í ljós að þennan forngrip má einnig sjá á tveimur yngri ljósmyndum, annarri frá því um 1916. Skápsins er ekki getið í máldögum, vísitasíubókum eða öðrum ritheimildum um Flateyjarkirkju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert