Rannsókn á máli starfsmannsins lokið

Lögreglan á Selfossi annaðist rannsókn málsins.
Lögreglan á Selfossi annaðist rannsókn málsins. Morgunblaðið/SBS

Rannsókn á máli karlmanns, sem sakaður er um kynferðisafbrot í starfi á sumardvalarheimili fyrir fatlað fólk á Suðurlandi síðasta sumar, er lokið og verður málið sent til ríkissaksóknara í dag. Farið verður yfir gögn málsins og mun ríkissaksóknari taka ákvörðun um hvort gefin gerði út ákæra í málinu. 

mbl.is greindi frá því í lok mars sl. að starfsmaðurinn hefði verið kærður í janúar sl. fyrir kynferðisafbrot gegn einum dvalargesta, fatlaðri konu á fertugsaldri, að minnsta kosti einu sinni sl. sumar. Lögreglan á Selfossi annaðist rannsókn málsins.

Karlmaðurinn starfar ekki með fötluðum sem stendur. Ekki hefur því komið til þess að víkja þurfi honum frá störfum meðan rannsókn stendur.

Heimilið er lokað á veturna og hefur rannsóknin því ekki áhrif á starfsemina sem stendur. Fari svo að maðurinn verði ákærður þarf hinsvegar að skoða framhaldið, að sögn Sigrúnar Jenseyjar Sigurðardóttur, réttindagæslumanns fatlaðra á Suðurlandi.

Sumardvalarheimilið hefur verið rekið um árabil og aldrei áður komið fram ásakanir um kynferðisbrot þar, samkvæmt heimildum mbl.is. Sigrún Jensey segir þó að reynist ásakanirnar gegn starfsmanninum á rökum reistar þurfi að skoða hvort hugsanlegt sé að hann hafi brotið á fleirum.

Aðspurð hvort maðurinn starfi með fötluðum annars staðar á meðan sumardvalarheimilið er í vetrardvala segir Sigrún Jensey svo ekki vera. Hann sætir ekki gæsluvarðhaldi.

Sjá fyrri frétt mbl.is: Grunaður um brot gegn fatlaðri konu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert