57 hafa kosið utankjörfundar

Samtals hafa 26 manns greitt atkvæði utankjörfundar hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Þar af kusu sex í gær en enginn hefur kosið hjá embættinu það sem af er degi í dag.

Hjá öllum sýslumönnum og sendiráðum höfðu samtals 57 kosið eftir daginn í gær. Inni í þeirri tölu eru hins vegar ekki þeir sem kunna að hafa kosið hjá ræðismönnum Íslands erlendis. Kosið verður til sveitarstjórna 31. maí næstkomandi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 5. apríl síðastliðinn. Til samanburðar höfðu samtals 15 kosið utankjörfundar 9. apríl síðastliðinn.

Nánari upplýsingar um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar má finna á vef sýslumanna.

Frétt mbl.is: Fimmtán kosið utankjörfundar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert