Löng biðröð eftir víni

Biðröðin við Heiðrúnu nær út á bílaplan og er hleypt …
Biðröðin við Heiðrúnu nær út á bílaplan og er hleypt inn í hollum. mbl.is/Árni Sæberg

Hleypt er inn í hollum í vínbúðina Heiðrúnu enda brjálað að gera og myndaðist biðröð sem náði langt út á bílaplan fyrir kl. 17. Vínbúðir verða lokaðar fram á laugardag og því ekki seinna vænna að birgja sig upp fyrir frídagana sem eru framundan.

Föstudagsopnun er í vínbúðum í dag vegna komandi helgidaga, sem þýðir að almenn opnun er til kl. 19 en í þremur verslunum á höfuðborgarsvæðinu er þó opið til 20, þ.e. við Dalveg, í Skeifunni og Skútuvogi.

Reglulega kemur fyrir að hleypa þurfi inn í hollum við vínbúðir síðustu klukkustundirnar fyrir lokun þegar framundan eru helgidagar og löng helgi.

Lokað verður á skírdag og föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum, en á laugardaginn verða vínbúðir víðast hvar opnar milli kl. 11-18.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert