Ók á fimm bíla þegar reyndi að leggja

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Ökumaður í Vesturbænum ók á fimm kyrrstæðar bifreiðir þegar hann ætlaði að leggja bifreiðinni. Atvikið átti sér stað síðdegis í gær og var tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Engin slys urðu á fólki. Að sögn ökumanns varð bifreiðin stjórnlaus með fyrrgreindum afleiðingum. Óvíst er hvað gerðist.

Síðdegis í gær barst lögreglunni á höfuðborgarasvæðinu tilkynning um að barn væri laust í bifreið á ferð. Bifreiðin með barninu fannst ekki en augljóst er að svona akstur er gríðarlega varasamur, segir í frétt frá lögreglunni.

Síðan var nokkuð um hávaðaköll á öllu höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Iðulega kom áfengi við sögu og reyndist húsráðendum erfitt að hafa stjórn á hljómstyrk tónlistartækjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert