Stefna á þátttökumet í Gullhringnum

200 tóku þátt í Gullhringnum í fyrra.
200 tóku þátt í Gullhringnum í fyrra.

Dagana 10. til 12. júlí verður Gullhringurinn, umfangsmesta hjólreiðamót landsins, haldinn þriðja árið í röð. Í fyrra tóku rúmlega 200 keppendur þátt í mótinu, allt frá hjólreiðamönnum ársins 2013 að byrjendum sem margir voru að keppa í hjólreiðakeppni í fyrsta sinn.

Keppnin hefur vakið athygli fyrir veglega vinninga og er lögð áhersla á að allir vinni á einn eða annan hátt. Til dæmis er mikið lagt uppúr glæsilegum brautarvinningum, keppendum boðið frítt í sund og kjötsúpa elduð fyrir alla á laugardagskvöldinu, segir í fréttatilkynningu.

Gullhringurinn var fyrst hjólaður fyrir tveimur árum og á þeim stutta tíma er hann orðin önnur fjölmennasta hjólreiðakeppni landsins og í ár sú umfangsmesta. Í ár verður í fyrsta sinn hægt að skrá lið til leiks. 

Rétt rúmlega tvö hundruð aðilar hjóluðu Gullhringinn í fyrra en stefnt er að því að þátttakendur verði 400 í ár. Skráning hefst á gullhringurinn.is þann 1. maí nk. og verða forskráningarkjör í boði til 1. júlí. Eftir það hækkar gjaldið úr 5.500 krónum í 6.500 krónur. 

Sjá frekari upplýsingar á Facebook-síðu Gullhringsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert