ÍAV byggir yfir flughermi við Flugvelli í Hafnarfirði

Flughermirinn er nákvæm eftirlíking af flugstjórnarklefa Boeing-757.
Flughermirinn er nákvæm eftirlíking af flugstjórnarklefa Boeing-757.

Undirbúningur framkvæmda á lóð Ice-eigna við Flugvelli á Völlunum í Hafnarfirði er hafinn.

Þar verður til að byrja með byggt hús fyrir flughermi á vegum Icelandair og með tilkomu hermisins flyst þjálfun flugmanna á Boeing 757 vélar félagsins til landsins.

Icelandair áætlar að hefja þar fyrir lok ársins þjálfun nýrra flugmanna og reglubundna þjálfun starfandi flugmanna. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, ekki útilokað að flugmenn erlendra félaga fari í þjálfun í herminum á Flugvöllum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert