Framhaldsskólakennarar samþykktu

Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga við ríkið, Tækniskólann og Menntaskóla Borgarfjarðar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kennarasambandi Íslands en atkvæðagreiðslu um samningana lauk á hádegi í dag.

Kjarasamningur við ríkið var samþykktur með 88,9% atkvæða. Samtals voru 1.558 á kjörskrá og var þátttaka 64,8%. 8% greiddu atkvæði gegn samningnum. Kjarasamningur við Tækniskólann var samþykktur með 87,4% atkvæða. Þar voru 165 á kjörskrá og var þátttaka 48,5%. 11,3% höfnuðu samningnum. Samningur við Menntaskóla Borgarfjarðar var samþykkur með öllum greiddum atkvæðum en 14 voru á kjörskrá og 8 greiddu atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert