Makrílkvótinn 147 þús. tonn

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt verður um ákvörðun um leyfilegan makrílafla Íslendinga í vikunni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra ákveðið að miðað verði við að afli íslenskra skipa verði um 147 þúsund tonn í ár. Reikna má með að makrílvertíð hefjist um miðjan júní.

147 þúsund tonn eru um 16,5% af ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, sem er 890 þúsund tonn fyrir þetta ár. Í makrílveiðum síðust ár hafa stjórnvöld áður miðað við slíka hlutdeild í ljósi mikillar útbreiðslu makríls í íslenskri lögsögu yfir sumartímann.

Einnig er 147 þúsund tonna afli nálægt þeim 11,9% heildaraflans sem samkomulag náðist um í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins í fyrrahaust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert