Ógnaði lögreglumönnum

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi um helgina sökum ölvunar. Lögregla var  kölluð til að skemmtistað þar sem maður var sagður æstur og ógnandi í hegðun. Þegar lögreglu bar að garði réðist maðurinn að lögreglubifreiðinni og lamdi hana utan og ógnaði svo lögreglumönnunum sem höfðu komið á vettvang.

Var hann því handtekinn og færður í fangaklefa þar sem hann svaf úr sér mestu vímuna.

Aðfaranótt 21. apríl var tengdamömmubox á bifreið, sem stóð við Jaðarsbraut, brotið upp og þaðan stolið skíðabúnaði. Tvennum barnaskíðum, skóm og öðrum búnaði sem var í boxinu var stolið.

Ef einhver hefur orðið var við einhvern sem gekk um götur bæjarins með skíðabúnað aðfaranótt 21. apríl er viðkomandi beðinn að setja sig í samband við lögregluna á Akranesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert