Andlát: Barði Friðriksson

Barði Friðriksson.
Barði Friðriksson.

Barði Friðriksson, fyrrverandi skrifstofustjóri og lögmaður Vinnuveitendasambands Íslands, lést í gær á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 92 ára að aldri.

Barði fæddist 28. mars 1922 á Efri-Hólum í Presthólahreppi í Norður-Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna Friðriks Sæmundssonar, bónda og Guðrúnar Halldórsdóttur ljósmóður.

Barði lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1943 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1949. Að loknu námi starfaði hann hjá Olíuverslun Íslands og í dómsmálaráðuneytinu en hóf síðan störf hjá Vinnuveitendasambandi Íslands árið 1949, fyrst sem erindreki en varð síðan skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri samninga- og vinnuveitendasviðs. Hann var einnig lögmaður sambandsins.

Barði sat í fjölda stjórna, þar á meðal í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna í rúma þrjá áratugi. Þá var hann formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur frá 1971 til 1976. Hann sat einnig í ýmsum nefndum og ráðum á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Eftirlifandi eiginkona Barða er Þuríður Þorsteinsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert