Þinglok enn áætluð 16. maí

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður.
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Valgerður Bjarnadóttir þingmaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alþingi kemur saman að nýju næsta mánudag, 28. apríl, að loknu páskaleyfi. Eftir það eru aðeins átta þingfundardagar þar til Alþingi á að ljúka, föstudaginn 16. maí, samkvæmt starfsáætlun þingsins.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, telur það vel geta tekist að ljúka þinginu á tilsettum tíma ef vilji til þess sé fyrir hendi hjá þingflokkunum.

„Það þarf að forgangsraða þeim málum sem ætlunin er að afgreiða og ná samkomulagi um það. Ef þetta tekst þá getur þingið afgreitt mörg mál á stuttum tíma,“ segir Einar og bendir á að mörg þingmál hafi nú þegar fengið mikla og vandaða meðhöndlun og jafnvel verið afgreidd úr nefndum í samkomulagi allra flokka. Ekki eigi að taka langan tíma að afgreiða slík mál fyrir þinglok.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert