Þúsundir flytja til Íslands

Sigrún Gígja Svavarsdóttir hefur lengi kennt íslensku.
Sigrún Gígja Svavarsdóttir hefur lengi kennt íslensku. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Síðan um mitt ár 2012 hafa 2.890 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá landinu. Þessu var öfugt farið um íslenska ríkisborgara. Á tímabilinu fluttu þannig 810 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en til þess.

Tímabilið nær yfir sjö ársfjórðunga, frá 1. júlí 2012 til 31. mars 2014 og er hér haft til hliðsjónar vegna þess að þá voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar fleiri en brottfluttir hvern einasta ársfjórðung.

Sigrún Gígja Svavarsdóttir, skólastjóri Dósaverksmiðjunnar, áður Tungumálaskólans, segir aðsóknina í íslenskunám fyrir fólk með annað móðurmál slíka að hún hafi þurft að vísa fólki frá.

Pólverjar eru fjölmennir meðal innflytjenda. Þannig fluttu alls 1.052 fleiri pólskir ríkisborgarar til Íslands en frá landinu frá ársbyrjun 2012 og til 31. mars í ár, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert