Starfsfólkið enn í óvissu

Frá Húsavík.
Frá Húsavík. mbl.is/Rax

„Fólk er ennþá í áfalli. Við reynum að gera okkar besta til að hlúa að því og sjá hvað við getum gert til að láta það fá trú á framtíðina,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri á Húsavík, um stöðu starfsmanna Vísis. Hann segir að sveitarfélagið sé að reyna að skapa störf svo starfsfólkið hafi að einhverju að hverfa.

Enn er talsverð óvissa hjá starfsfólki Vísis á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi vegna þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að flytja fiskvinnslu frá þessum stöðum til Grindavíkur. Um 50 starfsmenn eru á hverjum stað.

Fyrirtækið hefur lýst því yfir að það muni leitast við að finna önnur verkefni fyrir hluta starfsfólksins á stöðunum en fólki er jafnframt boðin vinna í Grindvík og aðstoð við að koma sér fyrir. Fram hefur komið að 40 starfsmenn Vísis á Húsavík hafi skrifað sig á lista yfir starfsfólk sem væri tilbúið að fara til Grindavíkur og 30 á Djúpavogi.

Flytja ekki með glöðu geði

„Það er mjög óákveðið hvað er framundan hjá fólki, en það er allavega vitað mál að fólki mun fækka hér,“ segir Reynir Arnórsson, trúnaðarmaður starfsmanna Vísis á Djúpavogi. „Hér er náttúrulega hellingur af fólki sem þyrfti að rífa sig upp frá sínum heimahögum og fasteignum að auki. Það er ekki þannig að menn hlaupi bara til Grindavíkur með glöðu geði. Hér er fólk með fjölskyldur, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar, og með börn bæði í skóla og leikskóla.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert