Guðni: „Ég plægði akurinn“

Guðni Ágústsson í Sunnudagsmorgni í dag.
Guðni Ágústsson í Sunnudagsmorgni í dag. Skjáskot af RÚV

„Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virtist í töluveðri neyð og ég er framsóknarmaður af lífi og sál, ég fór út á vígvöllinn og gekk út á dekkið,“ sagði Guðni  Ágústsson, framsóknarmaður, í þættinum Sunnudagsmorgni á RÚV í dag. Hann segir að nú virðist Framsóknarflokkurinn vel staddur í borginni. „Ég er búinn að plægja akurinn eins og góður bóndi að vori.“

Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi þáttarins, spurði Guðna hvort hann væri sáttur við þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram í borginni. 

„Ég er alltaf hamingjusamur og mér líður vel. Ég stend með þessu fólki.“

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV sem einnig var í þættinum, spurði Guðna hvort að hann hefði þá aldrei ætlað að bjóða sig fram, hvort það hefði ekki kitlað?

„Svakalega,“ svaraði Guðni. „Að verða borgarstjóri eins og Jón Gnarr og skrifa næstu bók mína sem borgarstjóri. Það gat alveg kitlað.“

Hann segir að margar ástæður hafi verið fyrir því að hann ákvað að bjóða sig ekki fram. „Ég fann út að flokkurinn hefur ágæta stöðu, er kominn með gott framboð og hefur nú tekið flugvallarvinina í fangið. Ég er náttúrlega búinn að vera lengi á vellinum. Þarna rétti æskan fram örvandi hönd og ég fann að Framsóknarflokkurinn er hlaðinn málefnum.“

Ég er ekki klámfenginn

Gísli Marteinn spurði hvort að Guðni hefði tekið heiftarlega umræðu á netinu um hugsanlegt framboð hans nærri sér. Guðni sagði svo ekki vera. „Mér bregður ekki við þessa menn.“

Guðni var m.a. spurður um þá umræðu á netinu að hann hefði verið klámfenginn sem veislustjóri á karlakvöldi. „Ég er ekki klámfenginn, langt frá því,“ sagði Guðni.

Frétt mbl.is: Eldavél Guðna komin út á mitt gólf

Fjörugar umræður. Guðni Ágútsson, Rakel Þorbergsdótir og Hallgrímur Helgason í …
Fjörugar umræður. Guðni Ágútsson, Rakel Þorbergsdótir og Hallgrímur Helgason í þætti Gísla Marteins í morgun. Skjáskot af RÚV
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert