Eldur í báti á Breiðafirði

Björgunarskipið Björg dró bátinn til hafnar.
Björgunarskipið Björg dró bátinn til hafnar. Ljósmynd/Landsbjörg/Ægir Þór

Björgunarskipið Björg frá Rifi var kallað út í morgun þegar eldur kom upp í litlum báti er var við veiðar á Breiðafirði.

Nærstaddir bátar komu fljótlega á staðinn og fékk skipverjinn, sem var einn um borð, aðstoð við að slökkva eldinn. Björgunarskipið dró svo bátinn til hafnar á Grundarfirði, segir í frétt á vef Landsbjargar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert