Ætla að greiða leiðina að Gullfossi frá eystri bakka

Gullfoss er líka fallegur af austurbakka.
Gullfoss er líka fallegur af austurbakka. mbl.is/Sigurður Bogi

Hrunamannahreppur og eigendur jarðarinnar Jaðars þar í sveit fengu á dögunum 1,4 millj. kr. styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til umhverfisbóta á austurbakka Hvítár, það er svæðinu sem liggur að Gullfossi.

Þegar farið er upp frá Tungufelli, sem er efsti bær í Hrunamannahreppi, tekur við afréttarvegur. Frá veginum liggja troðningar að árbakkanum. Fjöldi ferðamanna, sem sjá vilja fossinn frá nýju sjónarhorni, fer gangandi um þetta svæði á hverju ári, sem skapar álag á viðkvæman gróður þar.

Að sögn Jóns G. Valgeirssonar, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, hafa verið lagðar línur um skipulag þessa svæðis. Leggja þurfi markaða göngustíga og fleira og hefjist framkvæmdir í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert