Skipverji bjargaðist þegar bátur sökk

Patreksfjörður
Patreksfjörður mbl.is/Sigurður Bogi

Bátur sem leki kom að vestur af Patreksfirði fyrr í dag sökk rétt eftir klukkan tvö í dag. Fiskiskip var við bátinn þannig að skipverji sem var um borð var tekinn um borð í það. Nokkurt drasl flýtur í sjónum þar sem báturinn sökk og eru fiskibátar á svæðinu að hirða það upp þar sem það er hættulegt hraðskreiðum bátum.

Vakt­stöð sigl­inga barst eft­ir há­degið neyðarboð frá skip­verja á báti sem far­inn var að leka og orðinn nokkuð sig­inn, um 25 sjó­míl­ur vest­ur af Pat­reks­firði. Björg­un­ar­skipið Vörður frá Pat­reks­firði var kallað út og eins þyrla Land­helg­is­gæslu Íslands.

Þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið snúið til baka þar sem ekki er lengur þörf fyrir dælubúnað sem hún átti að flytja á staðinn en björgunarskipið er enn á siglingu þar sem stærri hlutir sem fiskibátarnir ráða ekki við verða teknir um borð á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert