Tjaldbúar við leikskóla í Reykjanesbæ

Fólkinu var bent á að tjalda á viðurkenndu tjaldstæði næst.
Fólkinu var bent á að tjalda á viðurkenndu tjaldstæði næst. Kristinn Ingvarsson

Lögreglunni á Suðurnesjum barst snemma morguns fyrr í mánuðinum tilkynning frá leikskóla í Reykjanesbæ þess efnis að tveir menn hefðu tjaldað í skógarlundi rétt við leikskólann og að þeir væru að skríða á lappir. Lögreglumenn voru snarir í snúningum og mættu fljótlega á vettvang.

Í ljós kom að þarna voru á ferðinni tveir erlendir bakpokaferðalangar. Þeir höfðu leitað skjóls í rjóðrinu, örþreyttir og hraktir vegna veðurs nóttina áður. Engar skemmdir eða óþrifnaður var eftir tjaldbúana og þeim góðlátlega bent á að nota viðurkennd tjaldstæði í framtíðinni, sérstaklega í þéttbýlinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert