Hundar þjást af aðskilnaðarkvíða

Aðskilnaðarkvíði getur þjáð hunda, að sögn dýralæknis.
Aðskilnaðarkvíði getur þjáð hunda, að sögn dýralæknis. mbl.is/Rósa Braga

Dýralæknar fást í auknum mæli við aðskilnaðarkvíða hjá gæludýrum, einkum hundum.

Algeng meðferð er atferlismeðferð og lyfjameðferð, þar sem dýrið fær kvíðastillandi lyf. Dýralæknir segir atferlisvanda gæludýra vaxandi grein innan dýralæknisfræðinnar.

„Hundar eru miklar félagsverur og það er þeim óeðlilegt að vera einir,“ segir Hanna María Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, í samtali um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert